Nýjast á Local Suðurnes

Landsliðskona í knattspyrnu heimsótti nemendur afreksíþróttalínu FS

Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, heimsótti nemendur á afreksíþróttalínu Fjölbrautaskóla Suðurnesja í gær og fjallaði um knattspyrnu og afreksíþróttir.

Nemendur voru teknir í göngugreiningu hjá Lýði Skarphéðinssyni, eiganda fyrirtækisins Eins og fætur toga. Hólmfríður, sem starfar hjá fyrirtækinu ræddi við nemendur um ýmislegt er viðkemur þjálfun, heilsu, atvinnumennsku, afreksíþróttum og landsliðsmálum.

Nemendur á afreksíþróttalínu stunda æfingar í sinni íþrótt samhliða námi og fá einnig fræðslu varðandi ýmislegt er viðkemur íþróttum og heilsu.