Nýjast á Local Suðurnes

Hvassviðri og éljagangur næstu tvo sólarhringa

Veðurstofan hefur gefið út enn eina gulu veðurviðvörunina, í þetta skiptið gildir hún nær samfellt í tvo sólarhringa.

Spáð er Suðvestan 18-23 m/s og éljagangi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum á sunnanverðu landinu og því mun vera varasamt ferðaveður.

Viðvörun veðurstofu gildir frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 2 í nótt. Viðvörun tekur svo aftur gildi klukkan 10 á morgun, 12. janúar og gildir í rúman sólarhring.