Nýjast á Local Suðurnes

Sólseturshátíðarmótið í golfi verður haldið þann 22. júní

Golfklúbbur Suðurnesja og sveitarfélagið Garður standa sameiginlega að Opna Sólseturshátíðarmótinu þann 22. júní næstkomandi í tengslum við Sólseturshátíðina í Garði. Búið er að opna fyrir skráningar í mótið á vefnum golf.is

Leikið er Texas Scramble þar sem samanlögð vallarforgjöf liðs er deilt með fjórum til að finna út leikforgjöf liðs (þó aldrei hærri en lægsta forgjöf leikmanns). Ræst verður út af öllum teigum kl 19:00.

Fjöldi flottra verðlauna verða í boði fyrir sigurvegara mótsins, auk þess sem nándarverðlaun verða veitt á öllum par 3 brautum vallarins, þá verða einnig veitt verðlaun fyrir lengsta teighögg á tveimur brautum. Allir þátttakendur fá teiggjöf í upphafi móts.