Nýjast á Local Suðurnes

Ræða mögulegt samstarf um rekstur hafna

Fulltrúar Suðurnesjabæjar hafa óskað eftir viðræðum við Reykjaneshöfn og Grindavíkurbæ / -höfn um möguleika á samstarfi hafnanna um rekstur þeirra.

Bæjarráð Grindavíkurbæjar ræddi málið á fundi sínum í vikunni og hefur falið bæjarstjóra og hafnarstjóra að kanna með möguleika á samstarfi hafnanna.