Nýjast á Local Suðurnes

Vilja fá íþrótta- og tómstundafulltrúa í framkvæmdastjórn

Sjálfstæðisflokkurinn og Umbót, sem skipa minnihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, hafa lagt til að Íþrótta- og tómstundafulltrúi sveitarfélagsins verði hluti af framkvæmdastjórn þess. Samkvæmt bókun veltir málaflokkurinn 1.7 milljarði af tekjum sveitarfélagsins.

„Af hverju er Íþrótta og tómstundafulltrúi ,sem veitir forstöðu í málaflokki sem veltir 1.7 milljarði af tekjum bæjarins, ekki í Framkvæmdastjórn ?
Að fræðslustjóra ólöstuðum þá er fræðslusviðið bara allt of stórt og þessi ákvörðun bara til þess að Íþróttamálin og tómstundirnar sem eru okkar helsta forvörn, gleymast og eru svelt vegna stærri og mikilvægari hluta sem taka þarf á innan Fræðslusviðs
Sjálfstæðisflokkurinn og Umbót leggja til að Íþrótta og tómstundafulltrúi verði hluti af framkvæmdastjórn.
Ég óska eftir að greitt verði atkvæði um þá tillögu sem kemur fram í þessari bókun.“ Segir í sameiginlegri bókun sem Guðbergur Reynisson lagði fram fyrir hönd Sjálfstæðisflokks og Umbótar.

Tekið var 10 mínútna hlé á fundinum og tillagan að því loknu tekin til atkvæðagreiðslu. Samþykkt var með atkvæðum meirihluta að senda tillöguna til afgreiðslu bæjarráðs.