Nýjast á Local Suðurnes

Voice stjarna heimsótti grunnskólabörn

Á yngsta stigi Grunnskólans í Grindavík hefst hver morgunn á samveru á sal og er alltaf sungið á miðvikudögum en þá er það jógastundin sem ræður ríkjum. Stundum koma gestir en að öðru leyti sjá kennarar skólans til skiptis um að velja lög og stjórna stundinni. Ellert H Jóhannsson söngvari og foreldri mætti síðasta föstudag með gítarinn.

Honum til aðstoðar voru Helena dóttir hans og Thelma Hrönn Tómasdóttir, báðar í 1. bekk. Það er alltaf gaman að fá gesti sem geta líka spilað á hljóðfæri og ekki spillti fyrir að Ellert var fulltrúi Grindvíkinga í söngkeppninni Voice á sl. hausti. Komst hann þar í fremstu röð. Afmælisbarn/börn dagsins eru einnig fengin upp á svið í söngstund og afmælissöngurinn sunginn þeim til heiðurs.