Nýjast á Local Suðurnes

Tafir á uppsetningu á EM-Risaskjá í skrúðgarðinum

Uppsetning á geoSilica EM-skjánum frestast um nokkra daga vegna ófyrirséðra aðstæðna, en til stóða að hefja útsendingar frá Evrópumótinu í knattspyrnu í skrúðgarðinum í Keflavík klukkan 18 í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum viðburðarins.

Einnig kemur fram í tilkynningunni að allt ætti að vera klappað og klárt fyrir fyrsta leik Íslands sem fram fer á þriðjudag. Tilkynninguna í heild sinni er að finna hér fyrir neðan.

Fréttatilkynning frá forsvarsmönnum GeoSilika EM skjásins.
Eins og fram hefur komið þá var planað að opna fyrir GeoSilica EM skjáinn kl 18:002 í dag en af því verður ekki því miður vegna ástæðna sem komu upp og verður ekki hægt að leysa fyrir helgina.
Það þýðir þó ekki að hætt hafi verið við að setja upp skjáinn, heldur betur ekki en helgin verður notuð til að setja upp skreytingar og auglýlsingar til að gera svæðið tilbúið fyrir fyrsta leik Íslands á þriðjudaginn kemur.
Var þessi ákvörðun tekinn í samvinnu við alla aðila sem koma að verkefninu og er þetta gert í sátt og samlindi og munum við koma ákveðinn til leiks á þriðjudag…
Við bendum á heimasíðuna EMskjarinn.com og við verðum á fullu á snappinu alla helgina ……. ÁFRAM ÍSLAND.