Nýjast á Local Suðurnes

Ísold og Már sigruðu í jólalagakeppni Rásar tvö

Systkinin Ísold Wilberg Antonsdóttir og Má Gunnarsson sigruðu í jólalagakeppni Rásar tvö með lagi sínu Jólaósk.

Textinn við lagið fjallar um hindranir sem allir þurfa að yfirstíga einhvern tímann á lífsleiðinni og hversu mikilvægt það er að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur og finna gleði í litlu hlutunum, sérstaklega um jólin, segir í umfjöllun á vef RÚV.