Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík á toppnum í kvennaboltanum

Toppbarátta B-riðils 1. deildar kvenna í knattspyrnu er æsispennandi en Grindvíkingar sitja á toppi deildarinnar um þessar mundir eftir sannfærandi 0-2 sigur á Álftanesi. Grindvíkingar hafa sigrað þrjá af fjórum leikjum sínum til þessa og eru með 13 mörk í plús.

Keflavíkurstúlkur leika í sama riðli og verma 5. sætið í augnablikinu eftir 1-2 tap gegn Augnabliki á heimavelli.