Nýjast á Local Suðurnes

Víðir semur við spænskan markvörð úr Pepsí-deildinni

Spænski markvörður­inn Cristian Martín­ez er geng­inn í raðir knatt­spyrnuliðis Víðis í Garði og mun spila með liðinu í 2. deild­inni á kom­andi tíma­bili.

Martín­ez, sem er 30 ára gam­all, lék með KA í Pepsi-deild­inni á síðustu leiktíð og tíma­bil­in þrjú þar á und­an lék hann í marki Vík­ings í Ólafs­vík og var val­inn leikmaður árs­ins hjá fé­lag­inu 2016 og 2017.

Hann lék tólf leiki með KA-mönn­um í Pepsi-deild­inni á síðustu leiktíð en hann varð fyr­ir meiðslum um mitt tíma­bil.