Njarðvík hélt toppsætinu – Víðir í sjöunda eftir tap á Grenivík

Njarðvík er áfram í efsta sætinu í 2. deild knattspyrnunnar eftir sigur á Völsungi, 3-2, á Njarðtaksvellinum í stórskemmtilegum leik. Stefán Birgir Jóhannesson, Atli Freyr Ottesen og Jón Veigar Kristjánsson komu Njarðvík í 3-0 en Völsungar náðu að minnka muninn á lokamínútum leiksins með mörkum úr vítaspyrnum.
Víðir Garði tapaði 2-1 gegn Magna, en leikið var á Grenivík. Víðismenn voru lengi yfir eftir að Helgi Þór Jónsson skoraði snemma leiks, en Magni náði að skora tvö mörk á síðustu 15 mínútum leiksins. Víðismenn eru í sjöunda sæti deildarinnar með 16 stig.