Nýjast á Local Suðurnes

Voice Ísland keppandinn Ellert Jóhannsson sendir frá sér nýtt lag – Myndband

Voice Ísland Stjarnan Ellert Jóhannsson hefur sent frá sér nýtt lag. Ellert sem nýlega endaði í öðru sæti í The Voice Ísland hefur samið lag og texta auk þess sem hann hefur sent frá sér myndband sem tekið var upp á dögunum.

Lagið heitir Við erum eitt og er rólegt og hugljúft lag, en kraftur Ellerts fær þó að njóta sín á köflum. Að eigin sögn tók Ellert þátt í keppninni til þess að eiga auðveldara með að koma sér á framfæri í tónlistarheiminum.

Lagið er mjög vel útsett, tilfinningaþrungið og rómantískt. Myndbandið sem tekið var upp í vikunni má sjá hér að neðan.