Nýjast á Local Suðurnes

Flottur flugþjónn! Hjörleifur kvaddi farþega WOW-air með söng – Myndband!

Suðurnesjamaðurinn Hjörleifur Már Jóhannsson starfar sem flugþjónn hjá lággjaldaflugfélaginu WOW-air, en flugfélagið er meðal annars þekkt fyrir léttleika starfsfólks í farþegarými.

Hjörleifur sem tók þátt í fyrstu þáttaröð The Voice hér á landi er öflugur söngvari, eins og sést og heyrist í þessu myndbandi sem WOW air birti á Facebook-síðu sinni. Í myndbandinu kveður Hjörleifur farþega WOW-air með flottum söng – Myndbandið hefur fengið rúmlega 13.000 áhorf á nokkrum klukkustundum.