Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær býður frestun fasteignagjalda

Innri - Njarðvík

Reykjanesbær hefur ákveðið að fresta milliinnheimtu á fasteignagjöldum og bjóða þeim sem þess óska að fresta greiðslu sömu gjalda að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Fyrirvarar eru þó á ákvörðun bæjarráðs, en breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga þarf til. Verði breytingar á lögum saþykktar er lagt til að að frestað verði milliinnheimtu á fasteignagjöldum fyrir gjalddaga 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl og 1. maí að svo stöddu.

Einnig er lagt til að lögaðilar sem lenda í rekstrarerfiðleikum vegna tekjuskerðingar geti óskað eftir að eindagi gjalddaganna 1. apríl og 1. maí verði tveimur mánuðum eftir gjalddaga.