Tæplega 186 milljónir til Bláa lónsins frá Vinnumálastofnun

Bláa lónið setti alls 441 starfsmann í minnkað starfshlutfall í mars og apríl og hafa heildargreiðslur til launamanna fyrirtækisins frá Vinnumálastofnun á þessu tímabili numið tæpum 186 milljónum króna.
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í umfjöllun Kjarnans, en miðillinn hefur tekið saman lista yfir þau fyrirtæki sem mestir fjármunir hafa runnið til í gegnum hlutabótaleiðina. Bláa lóniðh hafði764 starfsmenn á launaskrá fyrir samkomubann vegna COVID-19, en 164 þeirra var sagt upp störfum í mars. Fyrirtækið hefur nú tilkynnt að um komandi mánaðamót verði 403 starfsmönnum til viðbótar sagt upp störfum.
Ekki liggur fyrir hvort Bláa lónið ætli að óska eftir því að hluti launagreiðslna starfsmanna á uppsagnarfresti greiðist úr ríkissjóði.
Aðeins Icelandair hefur fengið meira í gegnum hlutabótaleiðina eða rétt rúmlega milljarð.