Nýjast á Local Suðurnes

Tæplega 186 milljónir til Bláa lónsins frá Vinnumálastofnun

Mynd: Bláa lónið

Bláa lónið setti alls 441 starfs­mann í minnkað starfs­hlut­fall í mars og apr­íl og hafa heild­ar­greiðslur til launa­manna fyr­ir­tæk­is­ins frá Vinnu­mála­stofnun á þessu tíma­bili numið tæpum 186 millj­ónum króna.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í umfjöllun Kjarnans, en miðillinn hefur tekið saman lista yfir þau fyrirtæki sem mestir fjármunir hafa runnið til í gegnum hlutabótaleiðina. Bláa lóniðh hafði764 starfs­menn á launaskrá fyrir samkomubann vegna COVID-19, en 164 þeirra var sagt upp störfum í mars. Fyr­ir­tækið hefur nú til­kynnt að um kom­andi mán­aða­mót verði 403 starfs­mönnum til við­bótar sagt upp störf­um.

Ekki liggur fyrir hvort Bláa lónið ætli að óska eftir því að hluti launa­greiðslna starfs­manna á upp­sagn­ar­fresti greið­ist úr rík­is­sjóði.

Aðeins Icelandair hefur fengið meira í gegnum hlutabótaleiðina eða rétt rúmlega milljarð.