Nýjast á Local Suðurnes

Umhverfisstofnun framlengir athugasemdafrest og boðar til fundar vegna Thorsil

Umhverfisstofnun hefur framlengt frest til gera athugasemdir vegna starfsleyfistillögu kísilmálmverksmiðju Thorsil ehf. í Helguvík, um eina viku eða til 9. janúar næstkomandi.

Þá hefur stofnunin boðað til Kynningarfunda um starfsleyfistillöguna. Fundurinn verður haldinn í bíósal Duus Safnhúsa, fimmtudaginn 5. janúar 2017 og hefst klukkan 17:00.

Hægt er að nálgast starfsleyfistillöguna og fylgigögn hér.