Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla leitar ökumanns Range Rover bifreiðar

Lögregla óskar eftir að komast í samband við vitni af umferðaróhappi sem varð á Hafnargötu milli gatnamóta Vatnsnesvegs og Faxabrautar klukkan 00:24 þann 12. mars.

Grunur liggur á að þarna hafi verið um að ræða Range Rover bifreið, en brot úr bifreið af þeirri gerð fundust vettvangi.