Nýjast á Local Suðurnes

Halda Sporthúsinu opnu en gera töluverðar breytingar á starfseminni

Gripið hefur verið til takmarkana á þjónustu Sporthússins í Reykjanesbæ eftir að Almannavarnir og Sóttvarnarlæknir settu á samkomubann sem tekur gildi aðfarnótt næstkomandi mánudags.

Í tilkynningu á Facebook-síðu Sporthússins segir að ánægjulegt sé að ekki þurfi að loka líkamsræktinni en að óhjákvæmilegt sé að gera breytingar á starfseminni. Á meðal þess sem gert verður er að gefa hverjum viðskiptavini svigrúm, þannig að að minnsta kosti 2 metrar verði á milli fólks. Á það við í öllum rýmum.

Nánar um málið hér fyrir neðan: