Nýjast á Local Suðurnes

Rafræn söfnun undirskrifta vegna deiliskipulags í Helguvík er hafin

Undirskriftasöfnun vegna breytinga á deiliskipulagi í Helguvík er hafin á vef Þjóðskrár, island.is, þar er skorað á bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ að láta fara fram íbúakosningu um hvort rétt hafi verið að breyta deiliskipulagi í Helguvík vegna fyrirhugaðs kísilvers.

Rafræn stjórnasýsla á vegum Þjóðskrár er framkvæmdaraðili söfnunarinnar og farið er eftir reglugerð um undirskriftasafnanir vegna almennra atkvæðagreiðslna sakvæmt sveitastjórnarlögum. Undirskriftasöfnunin verður opin til 30. júlí næstkomandi.

Hægt er að setja nafn sitt á listann hér – Athygli er vakin á að notast þarf við rafræn skilríki eða Íslykil við kosninguna.