Nýjast á Local Suðurnes

Ljósanótt fór vel fram – Árgangagangan grímulaus að mestu

Mikill mannfjöldi safnaðist saman á hátíðarsvæði Ljósanætur við Bakkalág á laugardagskvöld, þegar hátíðin náði hámarki, með einni flottustu flugeldasýningu sem sést hefur hér á landi. Mikið líf var í bænum frameftir nóttu enda dansleikir víða, meðal annars margrómað Ljósnæturball í Stapa, auk þss sem flestir skemmtistaðir buðu upp á lengri opnunartíma.

Ljósanótt fór vel fram og áhyggjur heimamanna um að andstæðingar stóriðju kynnu að spilla gleðinni sem alltaf einkennir hátíðina reyndust óþarfar, segir í tilkynningu á vef Reykjanesbæjar. Af öllum þeim fjölda fólks sem tók þátt í árgangagöngunni sáust fimm með grímur fyrir vitum, en töluverð umræða fór fram um að nýta gönguna í mótmæli gegn stóriðjuframkvæmdum í Helguvík.