Nýjast á Local Suðurnes

Er þetta einfaldasta uppskrift í heimi? – Grillaðir humarhalar

Þar sem veðurspáin fyrir helgina er með betra móti er ekki úr vegi að versla sér aðeins á grillið. Strákarnir og stelpan hjá Humarsölunni brugðust fljótt við þegar Local Suðurnes hafði samband og bað um einfalda og góða uppsrift að humarrétti sem myndi henta vel á grillið.

Grillaðir humarhalar með hvítlauk & sítrónu – Borið fram með hvítlauksbrauði og að sjálfsögðu lögg af hvítvíni.

Ólívuolía – Extra virgin
salt (smá sletta)
1/2 sítróna
Slatti af humar
3-4 hvítlauksrif

Humarhalarnir eru teknir og skorið eftir þeim miðjum (klærnar teknar upp) olíunni er hellt ofaní sárið og salti dreift yfir humarhalana.

Hvítlaukur, smátt skorinn, er settur ofaní sárið og sítróna kreist yfir (má sleppa) – Grillist í nokkrar mínútur, eða þar til að humarinn er að fullu eldaður (fer eftir hitastigi á grilli).

Borið fram með grilluðu ostabrauði eða hvítlauksbrauði, fersku salati (fínt er að kreista smá safa úr sítrónu yfir) og hvítvíni.

Það getur verið hentugt að hafa skolskál fyrir fingurnar við höndina og servíettu við hvern disk – Við mælum með að áætla um það bil 10 stk. af humri á mann (fleiri ef þeir eru litlir).

Verði ykkur að góðu!