Nýjast á Local Suðurnes

Kormákur & Skjöldur og Epal í pop-up

Herrafataverslun Kormáks & Skjaldar og hönnunarverslunin Epal hafa opnað saman nýja verslun á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða svokallað pop-up rekstrarrými sem verður starfrækt tímabundið á flugvellinum. 

Boðið er upp á úrval af heimsþekktum vörumerkjum, fatnað sem hentar vel við öll veðurskilyrði, eftirsóknarverðar gjafavörur og hönnunarvörur á góðu verði, segir í tilkynningu á vef Isavia.