Nýjast á Local Suðurnes

Bakað á KEF

Kaffihúsið Bakað hefur verið opnað á Keflavíkurflugvelli. Kaffihúsið, sem er það fyrra af tveimur sem til stendur að opna, er staðsett á innritunarsvæðinu á 1. hæð og því aðgengilegt öllum sem um flugvöllinn fara. Þar er í boði gómsætt bakkelsi, nýbakað brauð og pizzur, heilsusamlegir safar, salöt og rjúkandi heitt gæðakaffi frá Te & kaffi.

Fyrra kaffihús Bakað hefur þegar verið opnað hjá innritunarrýminu en það síðara verður opnað síðar á árinu inni á verslunar- og veitingarými Keflavíkurflugvallar.