Nýjast á Local Suðurnes

Hætta flugi á milli Keflavíkur og Akureyrar

Air Iceland Connect hefur hætt við að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í haust. Fyrirhugað var að hefja flug aftur á þessari flugleið í október á þessu ári, líkt og gert var á síðasta ári, en nú er ljóst að ekki verður af því.

Einungis var hægt að bóka flug milli Keflavíkur og Akureyrar sem tengiflug og hluta af millilandaflugi með Icelandair.

Könnun á miðaverði sem Suðurnes.net gerði árið 2017 sýndi að töluvert ódýrara var fyrir ferðalanga sað nýta sér þessa flugleið, frekar en að fljúga til Reykjavíkur, en mögulegt var að fá flugfar á milli Akureyrar og Keflavíkur á rétt rúmar fimm þúsund krónur með sköttum og gjöldum á meðan að flugið á milli Akureyrar og Reykjavíkur kostaði um 13 þúsund krónur.