Nýjast á Local Suðurnes

Viltu fjárfesta? – Hvassahraun er til sölu

Reykjavíkurflugvöllur - Hvassahraun er talin skásti staðurinn undir nýjan flugvöll

Fasteignamiðstöðin er með jörðina Hvassahraun til sölu. Jörðin er hugsuð sem hugsanlegt flugvallarstæði í skýrslu stýrihóps um flugvallarkosti á höfuðborgarsvæðinu sem kom út í gær, og er sá flugvallarkostur sem kom best út í skýrslunni, þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins, vb.is.

Auglýsing vegna jarðarinnar var sett inn á fasteignasíðu mbl.is í janúar 2011 og var henni síðast breytt í mars síðastliðnum. Í auglýsingunni segir að jörðin sé víða góð til bygginga og að staðsetningin sé áhugaverð, meðal annars vegna hugsanlegs jarðhita og fyrirsjáanlegra framkvæmda á næstu árum.