Nýjast á Local Suðurnes

Forstjóraskipti hjá Kaffitári

Verksmiðja Kaffitárs í Reykjanesbæ

Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir hefur tekið við sem forstjóri Kaffitárs af Aðalheiði Héðinsdóttur sem hefur haldið utan um framkvæmdastjórn fyrirtækisins frá stofnun 1990. Aðalheiður mun taka við stjórnarformennsku í félaginu, stöðu sem Kristbjörg Edda gegndi áður.

Kristbjörg Edda er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskólanum í Árósum og Háskóla Íslands. Hún er einnig með BA-gráðu í hagfræði og mannfræði frá Háskóla Íslands.

Kaffitár rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og nú þegar eitt Kruðerí Kaffitárs á Nýbýlavegi í Kópavogi.