Nýjast á Local Suðurnes

Haukur Hilmarsson skrifar vikulega pistla um fjármál

Haukur Hilmarsson fjármálaráðgjafi mun skrifa vikulega pistla um fjármál á Local Suðurnes. Haukur er með BA próf í félagsráðgjöf og vottaður Financial Social worker og starfar sem ráðgjafi á Velferðarsviði Reykjansebæjar.

haukur hilmarsson fjarmal

Haukur Hilmarsson fjármálaráðgjafi

Haukur hefur undanfarin ár verið að sérhæfa sig í fjármálameðferð og hefur meðal annars kennt fjármálameðferð í valnámskeiði við Félagsráðgjafadeild HÍ. Haukur hefur gefið út bókina Betri fjármál, verkefnabók í fjármálameðferð, en þar fær lesandinn tækifæri til að breyta viðhorfum og hegðun gagnvart fjármálum sínum á meðan hann tekur til í heimilisbókhaldinu.

Haukur er þekktur fyrir að vera með persónulega ráðgjöf, og kennir hann bæði almenningi og fagaðilum á námskeiðum nýja hegðun og viðhorf í fjármálum. Haukur hefur sjálfur reynslu af óreiðu í fjármálum og klúðraði hér um bil hjónabandi sínu með óheiðarleika í fjármálum, þessa reynslu sína nýtir Haukur til að aðstoða fólk þannig að það lendi ekki í sömu stöðu – Eftir þessa reynslu hófst þetta ferðalag og menntun sem varð síðar að sérhæfingu í fjármálahegðun og meðferð við því.