Nýjast á Local Suðurnes

Tveir af þrjúhundruð ökumönnum undir áhrifum fíkniefna

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft sérstakt eftirlit með ölvunarakstri á aðventunni. Vel á þriðja hundrað bifreiðar voru stöðvaðar og reyndist enginn ökumaður undir áhrifum áfengis.

Hins vegar voru tveir undir áhrifum fíkniefna og hinn þriðji sviptur ökuréttindum. Sex til viðbótar höfðu ökuskírteini sín ekki meðferðis og ljósabúnaður á ellefu bifreiðum var ekki fullnægjandi. Fengu ökumennirnir ellefu viðvörun og voru þeir vinsamlega beðnir um að kippa þessu í liðinn hið snarasta.