Nýjast á Local Suðurnes

Börn virði tveggja metra regluna við íþróttaiðkun

Lögreglustjóranum á Suðurnesjum hefur borist þó nokkuð af tilkynningum um börn við íþróttaiðkun í stórum hópum. Lögregla hefur þó ekki orðið vör við að íþróttafélög á Suðurnesjum stundi skipulagðar æfingar.

Lögregla beinir því þeim tilmælum til foreldra að útskýra fyrir börnum sínum mikilvægi þess að virða nálægðartakmarkanir og fylgja þeim fyrirmælum sem gefin hafa verið út.