Nýjast á Local Suðurnes

Magnús Orri vann Íslandsmeistaratitil í frjálsum æfingum

Fimleikadeild Keflavíkur sendi þrjá keppendur í special olympics flokknum í fimleikum, þetta er í fyrsta skipti sem deildin sendir keppendur til keppni í þessum flokki. Keppendurnir, Magnús Orri Arnarsson, Snævar Ingi Sveinsson og Rósa Oddrún Gunnarsdóttir stóðu sig öll með stakri prýði og voru Keflavík til sóma.
Magnús Orri gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistaratitil í frjálsum æfingum. Snævar Ingi var í öðru sæti í sínum flokki og Rósa Oddrún var í þriðja sæti í sínum flokki. Þjálfari hópsins er Eva Hrund Gunnarsdóttir.