Nýjast á Local Suðurnes

Hættum að reykja í heilsuviku

Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum (MSS) stendur fyrir námskeiði fyrir þá sem vilja nota heilsu- og forvarnaviku Reykjanesbæjar til þess að hætta að reykja. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Valgeir Skagfjörð sem hefur áralanga reynslu af að hjálpa reykingamönnum við að losna frá nikótínfíkn.

Námskeiðið fer fram miðvikudaginn 30. september kl.17:00 til 21:00. Kennt er í húsnæði MSS að Krossmóa 4, 3. hæð í Reykjanesbæ.

Námsgjöld eru 5.500 krónur. Hægt er að sækja um styrk vegna námsgjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga. Námskeiðið er niðurgreitt af MSS í tilefni af heilsuviku Reykjanesbæjar og því kjörið að skella sér.

reykingar