Nýjast á Local Suðurnes

60% nýta hvatagreiðslur

Alls nýttu 2.435 börn sér hvatagreiðslur í íþrótta- og tómstundastarg á vegum Reykjanesbæjar á síðasta ári. Það er 60% af heildarfjölda barna 4–18 ára í sveitarfélaginu. Nýtingin hefur aukist um 9,2% frá 2019.

Bæjaryfirvöld ákváðu fyrir skemmstu að bæta við hvatagreiðslum fyrir eldri borgara frá 67 ára aldri sem hafa svo sannarlega slegið í gegn.

Þetta kom fram á síðasta fundi lýðheilsuráðs sem hvetur alla til að stunda íþróttir og tómstundir í skipulögðu starfi og hvetur foreldra til að nýta hvatagreiðslur sveitarfélagsins. Óumdeilt er að gildi forvarna og lýðheilsu er mikið þegar litið er til þátttöku barna í kröftugu íþrótta- og tómstundastarfi í Reykjanesbæ.