Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík og Keflavík fara vel af stað í Inkasso-deildinni

Suðurnesjaliðin í Inkasso-deildinni í knattspyrnu fara vel af stað, en keppni í deildinni hófst í dag. Njarðvíkingar lögðu Þróttara að velli í Laugardalnum, 2-3 og Keflavík lagði Fram á Nettó-vellinum í Keflavík, 2-1.

Brynjar Freyr Garðarsson kom Njarðvíkingum yfir gegn Þrótti á 7. mínútu en Þróttarar jöfnuðu leikinn sjö mínútum síðar. Staðan 1-1 í leikhléi. Þróttarar skoruðu svo úr vítaspyrnu á 67. mínútu eftir að Brynjar Atli Bragason, markvörður Njarðvíkinga hafði brotið á leikmanni Þróttar. Njarðvíkingar voru ekki lengi að finna netvöskvana eftir markið og jöfnuðu á 70. mínútu, þegar Stefán Birgir Jóhannsson skoraði beint úr hornspyrnu. Sigurmarkið skoraði svo Bergþór Ingi Smárason á 72. mínútu.

Keflavík lenti undir gegn Fram snemma leiks á Nettóvellinum í dag en gáfust þó ekki upp og komu sterkir til leiks í síðari hálfleik. Dagur Ingi Jakobsson jafnaði leikinn á 67. mínútu og Jóhann Þór Arnarsson skoraði sigurmarkið á þeirri 87..

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af vef fótbolti.net, en þar má finna textalýsingu frá leikjunum.