Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara sigraði í Dubai – Fær rúmar sex milljónir króna í verðlaun

Mynd: Facebook DFC

Crossfitundrið Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir gerði sér lítið fyrir og hirti fyrsta sætið á sterku crossfitmóti í Dubai. Ragnheiður Sara fær rúmar sex milljónir króna í verðlaun – 5,5 milljónir fyrir fyrsta sætið í mótinu auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverri grein.

Ragnheiður Sara fékk 1266 stig, Sam Briggs kom næst með 1221 stig og Annie Þórisdóttir lenti í þriðja sæti með 1178 stig.