Nýjast á Local Suðurnes

Framkvæmdir í Vatnaveröld – Mögulegar lokanir tilkynntar á samfélagsmiðlum

Nú standa yfir framkvæmdir í afgreiðslusal Sundmiðstöðvar/Vatnaveraldar. Verið er að gera nýja afgreiðslu og nýja aðstöðu fyrir starfsmenn. Auk þess er verið að skipta um gólfefni.

Í tilkynningu á vef Reykjanesbæjar kemur fram að áætlað sé að framkvæmdum ljúki 31. október nk. Sundmiðstöðin verður opin á framkvæmdatímanum eins og hægt er. Ef til lokunnar kemur verður látið vita af því á samfélagsmiðlum og er fólk beðið um að fylgjast vel með á Facebook reikningi Vatnaveraldar.

Afgreiðslan er teiknuð af THG og aðalverktaki er TSA.

Með því að smella á þennan tengil opnast Facebook reikningur Vatnaveraldar