Nýjast á Local Suðurnes

Um 50 lausar einbýlishúsalóðir í Reykjanesbæ

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Tæplega 50 lóðir fyrir einbýlishús eru lausar til umsóknar í Reykjanesbæ, samkvæmt tilkynningu frá skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins á Facebook-síðu Reykjanesbæjar.

Samkvæmt tilkynningu eru 8 lóðir í Tjarnarhverfi, 12 lóðir í Dalshverfi og 29 lóðir í Ásahverfi. Umsóknarfrestur 18 lóða í Tjarnar- og Dalshverfi rennur út nú í vikulokin.
Hægt er að skoða upplýsingar um lausar lóðir með því að nota tengilinn hér fyrir neðan.
https://www.map.is/reykjanesbaer/