Nýjast á Local Suðurnes

Flýta opnun Lindex í Reykjanesbæ

Mynd: Lindex

Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja verslun tveimur vikum fyrr en áætlað var vegna mun betri framgangs í framkvæmdum en áætlað hafði verið.  Ný verslun Lindex í Reykjanesbæ opnar nú á laugardaginn, 29. júlí kl. 12:00. Verslunin, sem staðsett er í aðalgangi verslunarmiðstöðvarinnar Krossmóa, mun bjóða allar þrjár meginvörulínur Lindex að því er kemur fram í tilkynningu frá Lindex, sem birt er í Viðskiptablaðinu.

„Við erum ótrúlega ánægð að eiga möguleika á að flýta opnun í kjölfarið af því að framkvæmdir gengu framar björtustu vonum.  Næstu daga munum við vinna stíft að því að stilla upp versluninni og þannig bjóða einstaka tískuupplifun til viðskiptavina okkar á Suðurnesjum.  Við hlökkum mikið til að á Suðurnesjunum á laugardaginn kemur.“ segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.