Nýjast á Local Suðurnes

Kvartanir vegna skemmtistaðar við Hafnargötu

Bæjarráð Reykjanesbæjar ræddi á dögunum kvartanir íbúa í nágrenni við skemmtistaðinn Lux Club, sem staðsettur er við Hafnargötu.

Ekki er tekið fram í fundargerð ráðsins að hverju kvartanir íbúanna snúa en ráðið fól Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.