Nýjast á Local Suðurnes

Hermann Hreiðarsson tekur við Þrótti

Her­mann Hreiðars­son, fyrr­ver­andi landsliðsmaður í knatt­spyrnu, hefur verið ráðinn þjálf­ari Þrótt­ar Vog­um. Her­mann tek­ur við af Brynj­ari Gests­syni sem hætti með liðið á dög­un­um vegna veik­inda. 

Her­mann á lang­an fer­il að baki sem leikmaður og spilaði hann á sín­um tíma tæp­lega 500 leiki fyr­ir lið á Englandi, á að baki 89 leiki fyr­ir A-landslið Íslands og var hann fyr­irliði í 16 þeirra. Síðustu ár hef­ur hann komið að þjálf­un, fyrst hjá ÍBV, þá Fylki og nú síðast sem aðstoðarþjálf­ari Sout­hend United á Englandi.