Nýjast á Local Suðurnes

Hjörtur hættur með Reyni Sandgerði – Skilur við liðið í fjórða sæti

Knattspyrnudeild Reynis Sandgerði og Hjörtur Fjeldsted hafa komist að samkomulagi um starfslok Hjartar, þetta kemur fram í tilkynningu frá Knattspyrnudeild Reynis. Athygli vakti að Hjörtur stýrði liðinu ekki í síðasta leik, sem var 1-2 sigurleikur gegn Kára á Akranesi.

Reynismenn hafa verið að sanka að sér stigum í þriðju deildinni að undanförnu, eftir erfiða byrjun. Þeir eru sem stendur í fjórða sæti deildarinnar, með 18 stig eftir 11 leiki.