Nýjast á Local Suðurnes

Flóttamenn langfjölmennasti hópurinn á fjárhagsaðstoð

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Reykjanesbær greiddi slls 55.018.424 króna í fjárhagsaðstoð í febrúar síðastliðnum, á móti 24.199.275 króna í febrúar á árinu áður. Langfjölmennasti hópurinn sem fær fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu er flóttafólk frá Úkraínu og Venesúela, en sveitarfélagið gerir ráð fyrir að fá þann kostnað endurgreiddan frá ríkinu.

Þetta kemur fram í svari Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra við fyrirspurn Helgu Jóhönnu Oddsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, á síðasta bæjarstjórnarfundi. Fyrirspurn Helgu Jóhönnu og svar bæjarstjóra má sjá hér fyrir neðan:

Fjárhagsaðstoð í febrúar 2022 og 2023 til samanburðar. Þarna er um aukningu útgjalda um 127% að ræða og fjölgun heimila um 158%. Ég (Helga Jóhanna Oddsdóttir Sjálfstæðisflokki) óska eftir því að bæjarfulltrúar fái nánari greiningu á því hvað býr að baki þessari miklu aukningu.

1. Er þetta hrein útgjaldaaukning sem lendir á sveitarfélaginu eða fáum við einhverjar greiðslur á móti t.d. frá ríkinu?
Svar: Nei, hér er ekki um hreina útgjaldaaukningu hjá sveitarfélaginu að ræða. Varlega má áætla að Reykjanesbær fái um 75% þessara útgjalda endurgreidd frá ríkinu eða rúmlega 41 m.kr. vegna flóttafólks sem fengið hefur vernd á Íslandi og er búsett í Reykjanesbæ. Langfjölmennast í þeim hópi er flóttafólk frá Úkraínu og Venesúela.