Nýjast á Local Suðurnes

Ólafur Helgi genginn í raðir Þórsara

Ólafur Helgi mun leika áfram með Þór

Ólafur Helgi Jónsson er nýr liðsmaður Þórsara á Þorlákshöfn og mun leika með liðinu að minnsta kosti næstu leiktíð.

Þórsarar eru ánægðir með að fá Ólaf Helga í sínar raðir, en hann er uppalinn hjá Njarðvík og átti fína spretti með liðinu í vetur.

Frábært að fá þennan eðaldreng í hópinn og bjóðum við hann velkominn. Ólafur Helgi kemur frá Njarðvík og var hann með 7 stig og 7,8 framlagspunkta að meðaltali í vetur.  Leikmannahópur Þórsara er virkilega flottur og er spennandi vetur framundan. Nú hafa allir leikmenn liðsins skrifað undir samning eða eru á samningi. Segir í tilkynningu frá Þórsurum.