Nýjast á Local Suðurnes

Ásmundur ekur enn mest allra þingmanna

Mynd: Gys.is

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, er enn á toppi lista yfir þingmenn með mestan samanlagðan aksturskostnað á árinu 2020. Samkvæmt úttekt Kjarnans var Ásmundur með heildarkostnað upp á 2.218 þúsund krónur. Hann fór ekki fram á neina endurgreiðslu fyrir notkun á eigin bifreið á árinu 2020 heldur notaði bílaleigubíla. 

Þrír Suðurnesjaþingmenn eru á meðal þeirra fimm efstu, eins og sjá má hér fyrir neðan, Ásmundur, Vilhjálmur Árnason og Birgir Þórarinsson.

  1. Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki 2.217.867 krónur
  2. Guðjón S. Brjánsson Samfylkingunni tæplega tvær milljónir krónur
  3. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn 1.827.141 krónur
  4. Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokki 1.694.043 krónur
  5. Birgir Þórarinsson Miðflokki 1.653.749 krónur