Ásmundur ekur enn mest allra þingmanna

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, er enn á toppi lista yfir þingmenn með mestan samanlagðan aksturskostnað á árinu 2020. Samkvæmt úttekt Kjarnans var Ásmundur með heildarkostnað upp á 2.218 þúsund krónur. Hann fór ekki fram á neina endurgreiðslu fyrir notkun á eigin bifreið á árinu 2020 heldur notaði bílaleigubíla.
Þrír Suðurnesjaþingmenn eru á meðal þeirra fimm efstu, eins og sjá má hér fyrir neðan, Ásmundur, Vilhjálmur Árnason og Birgir Þórarinsson.
- Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki 2.217.867 krónur
- Guðjón S. Brjánsson Samfylkingunni tæplega tvær milljónir krónur
- Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn 1.827.141 krónur
- Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokki 1.694.043 krónur
- Birgir Þórarinsson Miðflokki 1.653.749 krónur