Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar einna ánægðastir – Flestir vilja flytja úr Vogum og Suðurnesjabæ

Íbúar Grindavíkur eru með þeim ánægðustu á landinu samkvæmt nýbirtri rannsókn Byggðastofnunar. Í rannsókninni var meðal annars kannað viðhorf íbúa á höfuðborgarsvæðinu og í stærri bæjarfélögum á landsbyggðinni til búsetu. 

Í skýrslunni kemur fram að ánægja virðist vera mest meðal íbúa Þorlákshafnar og Grindavíkur. Í Vogum er hlutfall þeirra sem segjast mjög ánægðir með búsetu sína talsvert lægra, eða undir 40%. 

Grindavík er í öðru sæti á eftir Þorlákshöfn þegar kemur að ánægju með búsetu eftir bæjarfélagi en 60% íbúa eru mjög ánægðir með búsetuna og 34% eru frekar ánægðir. Eftirtektarvert er að nánast enginn er mjög óánægður eða frekar óánægður í Grindavík. 

Í sömu rannsókn kemur fram að flestir vilja eða stefna að því að flytja búferlum úr Vogum, eða 29%. Sömu sögu er að úr Suðurnesjabæ, en um 25% svarenda vilja flytja þaðan.