Nýjast á Local Suðurnes

Björguðu kindum af klettasyllu í Krýsuvík – Myndir og myndband!

Félagar í Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík björguðu í gær fórum kindum úr sjálfheldu á klettasyllu í Bæjarfelli við Krísuvík. Kindurnar voru fastar á syllunni um 8 metra neðan við 30 metra háa bjargbrún.

Í Fésbókarfærslu sveitarinnar, sem sjá má hér fyrir neðan, kemur fram að ekki sé um mesta afrek sveitarinnar að ræða hingað til en æfingin hafi verið góð. Björgunarsveitarmenn þurftu meðal annars að notast við klifurbúnað við verkið sem tók um fjórar klukkustundir í fjögura stiga frosti og miklum éljagangi.