Nýjast á Local Suðurnes

Góðkunningjar lögreglu teknir með mikið magn af meintu þýfi

Ökumaður og farþegi í bíl hans, sem lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina eru grunaðir um nokkur brot. Ökumaðurinn er grunaður um  ölvunar- og fíkniefnaakstur, þjófnað og fleira.

Farþeginn, sem var á leið í flug reyndist vera með í farangri sínum mikið magn af óopnuðum ilmvötnum og öðrum varningi í pakkningum sem grunur leikur á að séu þýfi. Einnig var hann með dýran merkjafatnað. Í fórum sínum hafði hann einnig íslenskt ökuskírteini sem eigandinn hafði tilkynnt stolið. Ekki gat maðurinn sýnt kvittanir fyrir varningnum sem hann var með.

Báðir mennirnir hafa komið við sögu lögreglu vegna ætlaðrar brotastarfsemi hér á landi.