Nýjast á Local Suðurnes

Töluverðar líkur á dimmri snjókomu í fyrramálið – Umferð gæti gengið hægt

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Vegagerðin segir á vefsíðu sinni að um 70% líkur séu á dimmri snjókomu á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið. Töluverðar líkur eru því á að umferð gæti gengið hægt fyrir sig í morgunsárið á milli klukkan 6 og 9.

Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðurnesjasvæðið sem gildir frá klukkan 4 í fyrramálið til klukkan 10, en þar á bæ gera menn ráð fyrir Norðvestan 10-15 m/s með snjókomu og skafrenningi og benda á að akstursskilyrði geti orðið erfið við þær aðstæður.