Nýjast á Local Suðurnes

Enn einn stórleikurinn hjá Elvari Má

Mynd: Heimasíða Barry háskóla

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson virðist vera óstöðvandi í bandaríska háskólaboltanum um þessar mundir, en hann var stigahæstur með 20 stig þegar Barry háskóli lagði Nova Southeastern að velli, 77-63 í nótt.

Elvar Már var með 50% nýtingu í þriggja stiga skotum í leiknum og skoraði eina slíka þegar 43 sekúndur voru eftir og gulltryggði liði sínu þannig sigurinn.