Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már í sögubækurnar – Leikmaður ársins annað árið í röð

Elvar Már Friðriksson

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson hefur verið valinn leikmaður ársins í bandarísku SSC-deildinni í háskólaboltanum í körfuknattleik. Elvar Már, sem einnig var valinn leikmaður ársins á síðasta ári nældi sér einnig í sæti í liði ársins.

Elvar Már hefur átt frábært tímabil með liði sínu, Barry háskóla, en hann skoraði að meðaltali 20.1 stig í leikjum liðsins á tímabilinu og gaf 7,3 stoðsendingar. Elvar Már er fjórði leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem hefur hlotið nafnbótina “Leikmaður ársins” tvö ár í röð og sá eini í sögunni sem hefur verið valinn leikmaður ársins tvö ár í röð auk þess að hafa verið valinn nýliði ársins á sínu fyrsta tímabili.