Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar biðla til stuðningsmanna um fé – Ætla sér stóra hluti í úrslitakeppninni

Körfuknattleiksunnendum ætti að vera orðið ljóst að Keflvíkingar ætla sér stóra hluti í Domino´s deildinni í körfuknattleik þetta tímabilið, en liðið vermir annað sæti deildarinnar um þessar mundir. Þá á kvennalið félagsins góða möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni þrátt fyrir að liðið sé í uppbyggingaferli og keyrt af mjög ungum og efnilegum leikmönnum.

Árangur kostar hins vegar peninga og biðla Keflvíkingar því til stuðningsmanna sinna um að leggja félaginu til fé og fara þannig sömu leið og mörg önnur íþróttafélög hafa gert og senda greiðsluseðla í heimabanka íbúa í hverfi félagsins, en um er að ræða valfrjálsar greiðslur.